Nebraska
Þetta fallega sveitaeldhús býður upp á huggulega stund við eldhúseyjuna sem bæði gefur meira borðpláss og auka setusvæði. Þetta eldhús inniheldur framhliðar frá „Nebraska“ línunni okkar. Nebraska eru 19mm sterkir og mjög endingagóðir eldhússkápar í gegnheilum við sem fást í 16 mismunandi lökkuðum yfirborðsflötum. Viður er tímalaus og skapar hlýlega stemningu í eldhúsinu. Allur viðurinn okkar er FSC merktur, sem vottar það að viðurinn sé frá sjálfbærri skógrækt.
Nebraska fæst með höldum svo þú átt möguleikann á því að setja þitt mark á innréttinguna – þú getur valið á milli 70 mismunandi halda. Þú getur einnig bætt við skápum með gagnsæju gleri. Það skapar léttari heildarmynd og getur gefið flotta áferð með innbyggðri skápalýsingu. Þá hefur þú einnig möguleikann á því að sýna allt fallega leirtaujið þitt.
Á myndinni eru framhliðar sýndir í litum „Celest“, opnu tréskúffurnar í litnum „Harvey“, borðplötu í samsettum stein í litnum „Lyskam“ og lita borðplatan við eldhúseyjuna er í lamineruðari viðaráferð sem passar við skúffurnar í litnum „Harvey“.
Barstólarnir eru úr „Cosy“ línunni okkar. Stólfæturnir í beyki og sætin í 100% hreinni ull. Fæturnir fást í 7 viðarlitum og sætið í 11 flottum litum.
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.