HÖNNUNARELDHÚS
Eldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi við sál hússins og persónuleika fjölskyldunnar. Þess vegna bjóðum við upp á ótrúlega breitt úrval. Við viljum hafa hönnun fyrir alla, og það getum við aðeins boðið vegna þess að við eigum ekki lagervörur, heldur framleiðum hvert einasta eldhús sérstaklega fyrir hvern og einn viðskiptavin.
PERSÓNULEG HÖNNUN
Við breytum hugtakinu heildarútlit og veitum þér tækifæri til að skapa einstaklingsbundna samsetningu af viði og öðrum efnum. Í raun erum við með meira en eina milljón samsetninga sem þú getur valið úr.
RÚMFRÆÐI
Beinar og einfaldar línur í takt við samhverfu skapa ró og samhljóm. Stílinn má auðveldlega undirstrika með löngu og elegant handfangi.
VINNUVISTFRÆÐI
Við höfum hækkað skápana og gert þá aðgengilegri, sem veitir þér þægilegri aðgang að til dæmis útdraganlegum skápum og innri skúffum.
EINSTAKAR SKÚFFUR
Innbyggðar skúffur og praktísk skipting rýmis tryggja að plássið sé nýtt til hins ítrasta og að þú hafir alltaf yfirsýn yfir öll þín eldhúsáhöld. Þetta tryggir þér þægilegra vinnuflæði og eykur gleðina þegar þú vinnur í eldhúsinu.